- Ingibjörg Jóhannsdóttir
- Djákni Austurlandsprófastsdæmi
Bænhúsið Papey (Papeyjarkirkja)
Kirkjan í Papey er frá árinu 1902 og er hún gerð úr timbri. Þakið er krossreist og klætt bárujárni, en veggir klæddir lóðréttri, plægðri og tjargaðri borðaklæðningu. Kirkjan stendur á steinhlöðnum sökkli og er stöguð niður á hornum með keðjum. Á hvorri hlið kirkjunnar eru tveir póstagluggar með tveimur þriggja rúðu römmum og fjögurra rúðu gluggi er á framstafni yfir kirkjudyrum. Fyrir kirkjudyrum er spjaldsett hurð og bjór yfir.
Inn af dyrum eru framkirkja og kór. Veggbekkur norðan megin er óslitinn stafna á milli, en sunnan megin er veggbekkur rofinn af prédikunarstól framan við innri glugga. Altari er við kórgafl, nærri norðurvegg. Olíuþrykksmynd, sem sýnir upprisu Krists, var yfir altarinu fram til ársins 1990. Kirkjan á silfurhúðaðan kaleik og patínu úr tini. Tvær klukkur eru í Papeyjarkirkju og gætu þær verið frá 17. öld.
- Arnaldur Arnold Bárðarson
- Prestur

- Benjamín Hrafn Böðvarsson
- Prestur
- Jóna Kristín Þorvaldsdóttir
- Sóknarprestur
