
- Andrea Baldursdóttir
- Félagsráðgjafi
- Fjölskyldu- og sálgæsluþjónusta kirkjunnar
- andrea@kirkjan.is

Hjá Þjóðkirkjunni starfar fjölbreyttur hópur fólks í kirkjum og söfnuðum landsins. Þar má finna presta, djákna, svæðisstjóra æskulýðsmála, organista, kórstjóra, kirkjuverði, meðhjálpara, æskulýðsfulltrúa, æskulýðsleiðtoga og fjölda sjálfboðaliða sem leggja kirkjustarfinu lið. Vígðir þjónar eru yfirleitt starfsmenn Þjóðkirkjunnar, en annað starfsfólk er ráðið af söfnuðum.
Biskupsstofa styður við allt starf kirkjunnar. Þar eru fjármál, laun, fasteignir og kirkjugarðar, mannauðsmál, fræðsla, upplýsingatækni, skjalastjórnun og samskipti bæði innanlands og erlendis í tryggum höndum, allt til að auðvelda daglegt starf kirkjunnar.



























