
- Aðalsteinn Þorvaldsson
- Prestur

Höfðakapella stendur við Kirkjugarðinn á Naustahöfða á Akureyri. Framkvæmdir hófust að nýrri kapellu og líkhúsi við kirkjugarðinn á Akureyri árið 1993. Kapellan var vígð 1. mars árið 1997. Svanur Eiríksson hannaði húsið og Þorgils Jóhannesson var byggingarmeistari.
Kapellan er notuð fyrir hverskonar kveðjustundir, kistulagningabænir og útfararathafnir.
Ljósmynd tók Rüdiger Þór Seidenfaden.


